Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. apríl 2014 19:15 Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið í sjö daga, en á miðvikudag dvaldi hann eina nótt á sjúkrahúsi þar sem hann fékk næringu í æð. Í morgun komu vinir Ghasems að honum meðvitundarlausum, og var hann fluttur á sjúkrahús með hraði þar sem hann fékk blóðvökva. Hann komst til meðvitundar en er of veikburða til að tjá sig. Fjölskylda Ghasems er látin en hann flúði frá Afganistan sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Hann áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem var neitað um hæli í Svíþjóð og telur því víst að hann verði sendur aftur til Afganistans hafni íslensk stjórnvöld umsókn hans. Hann segist ekki geta snúið aftur til heimalands síns og segir að þar sé honum hætta búin - hann vilji frekar deyja hér á landi en að snúa aftur til Afganistans. Hvorki Ghasem sjálfur né Hjörtur Örn Eysteinsson, lögmaður hans, hafa heyrt frá Innanríkisráðueytinu eða Útlendingastofnun síðan hungurverkfallið hófst. Hjörtur sagði í samtali við fréttastofu að afgreiðsla á málinu hafi tekið óvenju langan tíma og að hann hyggðist óska eftir því að með meðferðinni yrði flýtt í ljósi aðstæðna, en Ghasem dvelur enn á Landspítalanum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. Ghasem hefur hvorki borðað né drukkið í sjö daga, en á miðvikudag dvaldi hann eina nótt á sjúkrahúsi þar sem hann fékk næringu í æð. Í morgun komu vinir Ghasems að honum meðvitundarlausum, og var hann fluttur á sjúkrahús með hraði þar sem hann fékk blóðvökva. Hann komst til meðvitundar en er of veikburða til að tjá sig. Fjölskylda Ghasems er látin en hann flúði frá Afganistan sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Hann áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði. Ghasem var neitað um hæli í Svíþjóð og telur því víst að hann verði sendur aftur til Afganistans hafni íslensk stjórnvöld umsókn hans. Hann segist ekki geta snúið aftur til heimalands síns og segir að þar sé honum hætta búin - hann vilji frekar deyja hér á landi en að snúa aftur til Afganistans. Hvorki Ghasem sjálfur né Hjörtur Örn Eysteinsson, lögmaður hans, hafa heyrt frá Innanríkisráðueytinu eða Útlendingastofnun síðan hungurverkfallið hófst. Hjörtur sagði í samtali við fréttastofu að afgreiðsla á málinu hafi tekið óvenju langan tíma og að hann hyggðist óska eftir því að með meðferðinni yrði flýtt í ljósi aðstæðna, en Ghasem dvelur enn á Landspítalanum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira