Fara fram á fimm ára fangelsi: Segist ekki muna eftir árásinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2014 11:21 Úr Grafarholti. Vísir/Pjetur Tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem ákærður er fyrir að hafa reynt að bana 21 árs gamalli unnustu sinni á heimili þeirra í Grafarholti í júlí, segir kvöldið allt í móðu. Maðurinn er sakaður um að hafa veist að unnustu sinni þannig að hún féll við og sparkað í andlit hennar þar sem hún lá á gólfinu, slegið hana í andlitið og inni á baðherbergi íbúðarinnar stungið hana þremur stungum með hnífi í hnakka, háls og kvið. Konan hlaut mjög alvarlega áverka, meðal annars djúpt sár sem gekk í gegnum kviðvegg hennar, inn á kviðarhol og rifu á nýra. Áverkar á andliti hennar voru einnig umtalsverðir, en efri vör hennar rifnaði í sundur, tönn hennar brotnaði og hlaut hún sár á öðru auga. Maðurinn segist ekki muna eftir því að hafa ráðist á unnustu sína. Þau hafi rifist í miðbæ Reykjavíkur fyrr um kvöldið og ekki farið heim saman. Þar hafi þau þó hist síðar um nóttina og rifrildið haldið áfram. Eftir árásina, sem maðurinn kveðst ekki muna eftir, segist hann hafa skorið sig á háls og reynt að taka eigið líf. Maðurinn hefur verið í meðferð á Litla-Hrauni frá árásinni. Konan segir manninn áður hafa beitt sig ofbeldi, bæði undir áhrifum áfengis og edrú. Hún hafi haldið að hún væri að deyja og árásin hafi komið henni í opna skjöldu. Ákæruvaldið telur að fullu sannað um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Maðurinn hljóti að hafa gert sér grein fyrir því að árásin hefði getað dregið konuna til dauða. Farið er fram á fimm ára fangelsisdóm yfir manninum. Tengdar fréttir Flutt á slysadeild eftir hnífsstungu í Grafarholtinu Kona var flutt á slysadeild á fimmta tímanum í morgun eftir að hún varð fyrir hnífsstungu í heimahúsi í Grafarholti. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar en meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá. 5. júlí 2014 10:10 Neitar að hafa ætlað að bana unnustu sinni 23 ára karlmanni er meðal annars gefið að sök að hafa stungið 21 árs gamla unnustu sína þremur stungusárum á heimili þeirra í Grafarholti í júlí síðastliðnum. 17. september 2014 09:18 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem ákærður er fyrir að hafa reynt að bana 21 árs gamalli unnustu sinni á heimili þeirra í Grafarholti í júlí, segir kvöldið allt í móðu. Maðurinn er sakaður um að hafa veist að unnustu sinni þannig að hún féll við og sparkað í andlit hennar þar sem hún lá á gólfinu, slegið hana í andlitið og inni á baðherbergi íbúðarinnar stungið hana þremur stungum með hnífi í hnakka, háls og kvið. Konan hlaut mjög alvarlega áverka, meðal annars djúpt sár sem gekk í gegnum kviðvegg hennar, inn á kviðarhol og rifu á nýra. Áverkar á andliti hennar voru einnig umtalsverðir, en efri vör hennar rifnaði í sundur, tönn hennar brotnaði og hlaut hún sár á öðru auga. Maðurinn segist ekki muna eftir því að hafa ráðist á unnustu sína. Þau hafi rifist í miðbæ Reykjavíkur fyrr um kvöldið og ekki farið heim saman. Þar hafi þau þó hist síðar um nóttina og rifrildið haldið áfram. Eftir árásina, sem maðurinn kveðst ekki muna eftir, segist hann hafa skorið sig á háls og reynt að taka eigið líf. Maðurinn hefur verið í meðferð á Litla-Hrauni frá árásinni. Konan segir manninn áður hafa beitt sig ofbeldi, bæði undir áhrifum áfengis og edrú. Hún hafi haldið að hún væri að deyja og árásin hafi komið henni í opna skjöldu. Ákæruvaldið telur að fullu sannað um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Maðurinn hljóti að hafa gert sér grein fyrir því að árásin hefði getað dregið konuna til dauða. Farið er fram á fimm ára fangelsisdóm yfir manninum.
Tengdar fréttir Flutt á slysadeild eftir hnífsstungu í Grafarholtinu Kona var flutt á slysadeild á fimmta tímanum í morgun eftir að hún varð fyrir hnífsstungu í heimahúsi í Grafarholti. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar en meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá. 5. júlí 2014 10:10 Neitar að hafa ætlað að bana unnustu sinni 23 ára karlmanni er meðal annars gefið að sök að hafa stungið 21 árs gamla unnustu sína þremur stungusárum á heimili þeirra í Grafarholti í júlí síðastliðnum. 17. september 2014 09:18 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Flutt á slysadeild eftir hnífsstungu í Grafarholtinu Kona var flutt á slysadeild á fimmta tímanum í morgun eftir að hún varð fyrir hnífsstungu í heimahúsi í Grafarholti. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar en meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá. 5. júlí 2014 10:10
Neitar að hafa ætlað að bana unnustu sinni 23 ára karlmanni er meðal annars gefið að sök að hafa stungið 21 árs gamla unnustu sína þremur stungusárum á heimili þeirra í Grafarholti í júlí síðastliðnum. 17. september 2014 09:18