Enski boltinn

Ferdinand kominn aftur á Loftus Road

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferdinand í búningi QPR fyrir margt löngu.
Ferdinand í búningi QPR fyrir margt löngu. Vísir/Getty
Les Ferdinand hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Queens Park Rangers.

Ferdinand, sem yfirgaf Tottenham í sumar eftir að hafa verið í þjálfaraliði Tims Sherwood, þekkir vel til hjá QPR en hann lék með liðinu um átta ára skeið. Ferdinand skoraði 80 deildarmörk í 163 leikjum fyrir QPR áður en hann var seldur til Newcastle United sumarið 1995.

„Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar mér bauðst að snúa aftur. Það er ekkert sem ég vil frekar en að QPR gangi vel, bæði þessa stundina og þegar fram líða stundir,“ sagði Ferdinand um nýja starfið.

QPR situr í botnsæti úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir sjö umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×