Innlent

Fjórir handteknir í Lundúnum vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að sögn yfirvalda má ætla að handtökurnar hafi komið í veg fyrir árás sem átti að gera í Bretlandi.
Að sögn yfirvalda má ætla að handtökurnar hafi komið í veg fyrir árás sem átti að gera í Bretlandi. Vísir/Getty
Fjórir menn voru handteknir í Lundúnum í gær í tengslum við rannsókn á mögulegum hryðjuverkaárásum. Að minnsta kosti einn mannanna er talinn tengjast IS-hryðjuverkasamtökunum.

Að sögn yfirvalda má ætla að handtökurnar hafi komið í veg fyrir árás sem átti að gera í Bretlandi.

Mennirnir eru á aldrinum 20-21 árs og voru handteknir grunaðir um að hvetja til eða skipuleggja hryðjuverkaárás.

Lögreglan segir að um mjög alvarlegt mál að ræða en bresk yfirvöld óttast mjög að einstaklingar sem fari hafi þaðan til Sýrlands og barist með IS, snúi aftur til Bretlands. Er það talið geta ógnað þjóðaröryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×