Innlent

Kveiktu í gámi við Vesturbæjarlaug

Vísir/Daníel
Eldur var kveiktur í ruslagámi við Vesturbæjarlaugina í gærkvöldi en slökkviliðið slökkti hann áður en hann næði frekari útbreiðslu. Talið er víst að einhver hafi kveikt í gámnum, en ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki.

Nokkuð hefur verið um slíkar íkveikjur á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, en óljóst hvort einhver tengsl eru á milli atvika, þar sem engin hefur náðst, eða liggur undir grun vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×