Innlent

Erlendir tölvuþrjótar herja á íslensk fjármálafyrirtæki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Getty
Samtök fjármálafyrirtækja vilja vekja athygli á því að ný árásarhrina erlendra tölvuþrjóta á viðskiptavini fjármálafyrirtækja er hafin. Um er að ræða tölvupóstsendingar og í póstinum er tengill inn á sýndarvefsíðu sem sögð er vera netbanki viðkomandi fjármálafyrirtækis og viðtakendur hvattir til að innskrá sig.

Samtök fjármálafyrirtækja ítreka að aðildarfélög SFF senda aldrei út póst þar sem farið er fram á að viðtakandi gefi upp auðkenni sín og vilja brýna fyrir viðskiptavinum sínum að gæta vel að sér ef þeir fá óskir um slíkt.   Þá er einnig mikilvægt að viðskiptavinir skrái sig eingöngu inn í netbanka í gegnum vefforsíður viðkomandi fjármálafyrirtækja.

Þessi árás sem nú stendur yfir nær til margra Evrópuríkja og eru íslensk fjármálafyrirtæki í samskiptum við fjármálafyrirtæki í öðrum löndum vegna hennar. Tölvupóstarnir sem nú eru í umferð eru frábrugnðir þeim fyrri að því leyti að  íslenskan er skárri en áður en auk þess virðist árásin beinast frekar að fyrirtækjum en einstaklingum. Sennilegast er að þrjótarnir sækist frekar eftir að komast inn í netbanka lögaðila sem hafa heimildir til að milliafæra á erlenda reikninga.

Á vef Samtaka fjármálafyrirtækja er að finna upplýsingar um öryggismál fyrir viðskiptavini sem og gátlista fyrir tölvuöryggi sem gott er að kynna sér. Gátlistann má finna hér.


Tengdar fréttir

Nokkur þúsund urðu fyrir árás tölvuþrjóta

Netárásir erlendis frá sýna þess merki að tölvuþrjótar vanda sig nú meira en áður –ekki síst við að koma gylliboðum sínum á framfæri á frambærilegri íslensku. Almenn snjallsímaeign gerir fólk berskjaldaðra fyrir árásum en áður var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×