Innlent

Páll aftur til Íslenskrar erfðagreiningar

Atli Ísleifsson skrifar
Páll tók við starfi útvarpsstjóra árið 2005 sem lét af störfum í desember síðastliðinn.
Páll tók við starfi útvarpsstjóra árið 2005 sem lét af störfum í desember síðastliðinn. Vísir/GVA
Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, mun brátt taka að sér verkefni fyrir Íslenska erfðagreiningu. Þetta staðfestir Páll í samtali við Vísi.

„Það er ákveðið verkefni sem ég er með í deiglunni fyrir Íslenska erfðagreiningu, það get ég staðfest, en ég vil ekki útlista það neitt nánar á þessu stigi. Það er ekki fullfrágengið,“ segir Páll í samtali við Vísi.

Páll hefur áður starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu en hann var framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar á árinum 2000 til 2004.

Páll tók við starfi útvarpsstjóra árið 2005 sem lét af störfum í desember síðastliðinn. Í tilkynningu sem hann sendi til starfsmanna RÚV þann 17. desember sagðist hann ekki njóta njóta nægilegs trausts í stjórn Ríkisútvarpsins. Því hafi hann í samráði við stjórnarformann Ríkisútvarpsins ákveðið að láta af starfi sem útvarpsstjóri frá og með þeim degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×