Innlent

Myndin sem öll 10-12 ára börn munu horfa á í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er fyrsta íslensku forvarnarmyndin gegn kynferðisofbeldi fyrir 10-12 ára krakka.
Myndin er fyrsta íslensku forvarnarmyndin gegn kynferðisofbeldi fyrir 10-12 ára krakka.
Forvarnarmyndin Stattu með þér! verður frumsýnd í öllum grunnskólum landsins í dag fyrir nemendur 5.-7. bekkjar.

Myndin er fyrsta íslenska forvarnarmyndin gegn kynferðisofbeldi fyrir þennan tiltekna aldurshóp en Stattu með þér! sjálfstætt framhald hinnar geysivinsælu myndar Fáðu já!

Umfjöllunarefni myndarinnar eru meðal annars kynþroskinn, klám, hópþrýstingur, ofbeldi og tónlistarmyndbönd. Leikstjóri er Brynhildur Björnsdóttir og handritshöfundur Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem einnig gerðu Fáðu já! ásamt Páli Óskari.

Samhliða myndinni verður vefurinn stattumedther.is opnaður þar sem hægt verður að horfa á myndina og nálgast kennsluleiðbeiningar, textaðar útgáfur og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×