Innlent

Staðgóður morgunverður íslenskrar stelpu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birta Guðrún og morgunmaturinn hennar í New York Times.
Birta Guðrún og morgunmaturinn hennar í New York Times.
Birta Guðrún Brynjarsdóttir, þriggja og hálfs árs gömul íslensk stelpa, borðar staðgóðan morgunverð á degi hverjum. Hún fær sér hafragraut og tekur lýsi en þetta kemur fram á vef New York Times. Blaðið fjallar þar um morgunmat nokkurra barna víðs vegar um heiminn.

Í umfjöllun blaðsins um morgunmat Birtu er sagt frá því hversu mikilvægt er fyrir Íslendinga að fá D-vítamín úr lýsi yfir vetrartímann.

Svana Helgadóttir, móðir Birtu, segir að hún hafi byrjað að gefa öllum börnunum sínum lýsi við 6 mánaða aldur og í dag taka þau það án nokkurra kvartanna. Þá segir jafnfram að margir leikskólar og skólar bjóði nemendum einnig upp á lýsi á morgnana.

Önnur börn sem fjallað er um í New York Times, ásamt morgunmat þeirra, koma frá Malaví, Frakklandi, Tyrklandi, Japan, Hollandi og Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×