Innlent

Slasaðist eftir að hafa fallið átta metra af þaki

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Karlmaður féll um átta metra af þaki við vinnu í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan hálf níu í morgun. Maðurinn var við meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild til eftirlits.

Ekki er ljóst hver staðan er á manninum að svo stöddu en hann mun vera inni á gjörgæsludeild Landsspítalans.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um ungan dreng sem hjólaði á kyrrstæða bifreið. Ekki er vitað um meiðsli á þessari stundu en drengurinn ku hafa verið hjálmlaus. 



Um klukkan hálf ellefu í morgun voru höfð afskipti af ökumanni sem grunaður er um ölvun við akstur. Í ljós kom að hann hafði ekið bifreiðinni utan í aðra bifreið. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Snemma í morgun barst lögreglunni tilkynningu um að ekið hafði verið á gangandi vegfaranda. Ekki er ljóst hvort vegfarandinn hafi orðið fyrir einhverjum meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×