„Ráðherra reynir að skjóta sendiboðann“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2014 13:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra. Vísir/Pjetur „Sérhagsmunirnir hafa sterka stöðu á Alþingi.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, við sérstakar umræður um samkeppni í mjólkuriðnaði sem fóru fram á Alþingi í morgun. Upphafsmaður umræðunnar var Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði reyndar að umræðan væri í sínum huga frekar um samkeppnisleysi. Til andsvara var Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. Guðmundur sagði að það hefði algjörlega mistekist í tilfelli mjólkuriðnaðarins að vernda þá litlu gegn ofríki hinna stóru, eins og samkeppnislög eiga að gera. Hann sagði landbúnaðarkerfið úrelt og þunglamalegt enda hefði því verið komið á þar sem talsverður ótti hafi verið við offramleiðslu. Það sé hins vegar breytt í dag þar sem framboð anni ekki eftirspurn og því þurfi að endurskoða kerfið og innleiða samkeppni. Landbúnaðarráðherra sagði að búvörusamningar myndu renna sitt skeið á þessu kjörtímabili og að endurskoða eigi þá vegna þess. Hann sagði þó að mjólk væri sérstök vara í eðli sínu og að óhemju miklar sveiflur væru viðvarandi í mjólkuriðnaði, bæði hvað varðaði verð og framleiðslu. Því þyrfti opinbera verðlagningu og framleiðslustýringu. Sigurður Ingi ítrekaði þó að hann styddi ekki brot á samkeppnislögum.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/PjeturRáðherra svaraði ekki fyrir ummæli sín í Bítinu Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það kerfi sem viðhaft væri í mjólkuriðnaði væri lausnamiðað og í þágu samvinnu og jafnaðar. Hann sagði að það þyrfti fyrst að skoða hvort kerfið hefði leitt til þess áður að mjólkurafurðir hefðu lækkað um 20-30% að raunvirði, eins og haldið hefur verið fram, á sama tíma og hagur bænda hefur vænkast. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokkskona hans, tók í svipaðan streng og sagði hugmyndafræðina á bak við kerfið vera jafnaðarstefnu sem nýttist neytendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði svo að umtalsefni ummæli Sigurðar Inga í Bítinu í gærmorgun þar sem hann spurði hvaða tengsl fjölmiðlamenn, til dæmis starfsmenn úr Kastljósi, hefðu úr sinni fortíð: „Þá er fullkomlega ósæmilegt, og til að bíta höfuðið af skömminni, þegar ráðherra reynir að skjóta sendiboðann [...] og dylgjar um þá sem flytja fréttirnar [...] krefst þess að hæstvirtur ráðherra segi hér í ræðustól hvað hann á við í fjölmiðlayfirlýsingum um tengsl fréttamanna Kastljóss,“ sagði Helgi meðal annars. Sigurður Ingi svaraði þingmanninum ekki í ræðu sinni og sagði Helga ómálefnalegan: „Hann kemur hingað með sitt hefðbundna, að skjóta og kannski spyrja seinna, jafnvel að sleppa því.“ Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Sérhagsmunirnir hafa sterka stöðu á Alþingi.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, við sérstakar umræður um samkeppni í mjólkuriðnaði sem fóru fram á Alþingi í morgun. Upphafsmaður umræðunnar var Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði reyndar að umræðan væri í sínum huga frekar um samkeppnisleysi. Til andsvara var Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. Guðmundur sagði að það hefði algjörlega mistekist í tilfelli mjólkuriðnaðarins að vernda þá litlu gegn ofríki hinna stóru, eins og samkeppnislög eiga að gera. Hann sagði landbúnaðarkerfið úrelt og þunglamalegt enda hefði því verið komið á þar sem talsverður ótti hafi verið við offramleiðslu. Það sé hins vegar breytt í dag þar sem framboð anni ekki eftirspurn og því þurfi að endurskoða kerfið og innleiða samkeppni. Landbúnaðarráðherra sagði að búvörusamningar myndu renna sitt skeið á þessu kjörtímabili og að endurskoða eigi þá vegna þess. Hann sagði þó að mjólk væri sérstök vara í eðli sínu og að óhemju miklar sveiflur væru viðvarandi í mjólkuriðnaði, bæði hvað varðaði verð og framleiðslu. Því þyrfti opinbera verðlagningu og framleiðslustýringu. Sigurður Ingi ítrekaði þó að hann styddi ekki brot á samkeppnislögum.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/PjeturRáðherra svaraði ekki fyrir ummæli sín í Bítinu Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði að það kerfi sem viðhaft væri í mjólkuriðnaði væri lausnamiðað og í þágu samvinnu og jafnaðar. Hann sagði að það þyrfti fyrst að skoða hvort kerfið hefði leitt til þess áður að mjólkurafurðir hefðu lækkað um 20-30% að raunvirði, eins og haldið hefur verið fram, á sama tíma og hagur bænda hefur vænkast. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokkskona hans, tók í svipaðan streng og sagði hugmyndafræðina á bak við kerfið vera jafnaðarstefnu sem nýttist neytendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði svo að umtalsefni ummæli Sigurðar Inga í Bítinu í gærmorgun þar sem hann spurði hvaða tengsl fjölmiðlamenn, til dæmis starfsmenn úr Kastljósi, hefðu úr sinni fortíð: „Þá er fullkomlega ósæmilegt, og til að bíta höfuðið af skömminni, þegar ráðherra reynir að skjóta sendiboðann [...] og dylgjar um þá sem flytja fréttirnar [...] krefst þess að hæstvirtur ráðherra segi hér í ræðustól hvað hann á við í fjölmiðlayfirlýsingum um tengsl fréttamanna Kastljóss,“ sagði Helgi meðal annars. Sigurður Ingi svaraði þingmanninum ekki í ræðu sinni og sagði Helga ómálefnalegan: „Hann kemur hingað með sitt hefðbundna, að skjóta og kannski spyrja seinna, jafnvel að sleppa því.“
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira