Innlent

Tekinn með sérstakan búnað til afritunar á greiðslukortum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búnaðurinn sem haldlagður var.
Búnaðurinn sem haldlagður var. mynd/tollurinn
Tollverðir stöðvuðu nýverið erlendan karlmann sem var að koma til landsins og fundu þeir í farangri hans búnað til afritunar á greiðslukortum við notkun þeirra í hraðbönkum.

Maðurinn, sem er búlgarskur ríkisborgari, fæddur 1983, var að koma með flugi frá Helsinki, þegar hann var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Honum var ekki hleypt inn í landið eftir að tollverðirnir höfðu fundið búnaðinn.

Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins og játaði maðurinn sök. Honum var síðan frávísað og er hann nú farinn af landi brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×