Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2014 19:30 N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
N ý ja br ú in yfir Kj á lkafj ö r ð hefur veri ð opnu ð umfer ð samt í mis þ v í sem t í u k í l ó metrar af bundnu slitlagi hafa b æ st á þ j óð veginn um sunnanver ð a Vestfir ð i. Eftir sj ö vikur ver ð ur svo ö nnur á l í ka samg ö ngub ó t tekin í notkun á sv æð inu . H olur og aftur holur, beygjur og blindhæðir og vegurinn svo mjór að sérstaka aðgát þarf þegar bílar mætast. Já, svona er gamli vegurinn sem vegfarendur eru nú að losna við um Kjálkafjörð. Búið er að þvera fjörðinn með fyllingu og 120 metra langri brú. Klæðningarflokkur frá Borgarverki sást í fréttum Stöðvar 2 við Litlanes vera að ljúka við að leggja slitlagið á síðustu metrana sem nást fyrir veturinn en Suðurverk er aðalverktaki. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, lýsti framvindu verksins. Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks. Fyrir aftan má sjá brúna og fyllingu sem eru að koma yfir Mjóafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framundan er að ljúka við hinn meginhluta þessa þriggja milljarða króna verks; að þvera Mjóafjörð, sem gengur inn af Kerlingarfirði. Þar er 160 metra löng brú nánast tilbúin og byrjað að grafa frá henni og síðan tekur við að ljúka fyllingu og grjótvörn að brúnni. Gísli segir vonir standa til að leiðin yfir Mjóafjörð verði opnuð um eða upp úr miðjum nóvember. Það stefnir því í að vegfarendur geti ekið yfir Mjóafjörð eftir sjö vikur eða svo. Beðið verður hins vegar fram á næsta vor með að leggja slitlag á síðustu sex kílómetrana. Brúin yfir Mjóafjörð. Stefnt er að því að hún verði opnuð umferð um miðjan nóvember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Malarköflum á Vestfjarðavegi fækkar um 24 kílómetra með þessari vegagerð en í staðinn koma 16 kílómetrar af bundnu slitlagi. Stytting leiðarinnar með þessum tveimur fjarðaþverunum er samtals átta kílómetrar. Fyrir utan jarðgöng hefur þetta verið langstærsta verkið í vegagerð hérlendis síðustu þrjú ár og skapað allt að sextíu manns vinnu. Sá hópur sér nú fram á verkefnaleysi. Gísli segir ekki vitað um nein ný stórverk framundan í vegagerð hérlendis.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira