Enski boltinn

Rickie Lambert: Þarf að komast í betra form

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rickie Lambert fékk bandið en átti ekki góðan leik.
Rickie Lambert fékk bandið en átti ekki góðan leik. vísir/getty
Rickie Lambert, framherji Liverpool, viðurkennir að hann þurfi að koma sér í betra stand eftir frammistöðu sína gegn Middlesbrough í deildabikarnum á þriðjudagskvöldið.

Lambert fékk tækifæri í byrjunarliðinu og var gerður að fyrirliða. Hann kom þó lítið við sögu í leiknum og var tekinn af velli löngu áður en Liverpool vann leikinn eftir 30 spyrnur í vítaspyrnukeppninni ótrúlegu.

Lambert fannst mikill heiður að bera fyrirliðabandið í leiknum fyrir liðið sem hann studdi í æsku, en veit að hann þarf að koma sér í betra leikform.

„Ég bjóst ekki við því að vera fyrirliði. Það var mikill heiður og kom skemmtilega á óvart,“ segir Lambert við Sky Sports.

„En að því sögðu þá var þetta skrítinn leikur og ég var ekki ánægður með mína frammistöðu. Það skyggði svolítið á það að ég var gerður að fyrirliða.“

„Mér fannst ég ekki jafnferskur og ég hefði viljað vera. Það ætla ég nú að laga á æfingum. Ég verð að komast í betra leikform, en eins og allir vita er ég ekkert að spila alla leiki núna. Því verð ég að aðlagast“

„Ég þarf að vinna betur sjálfur í leikforminu til að vera á sama plani og allir aðrir,“ segir Rickie Lambert.


Tengdar fréttir

Liverpool áfram eftir maraþonleik

Liverpool sló B-deildarlið Middlesbrough út eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í þriðju umferð enska deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×