Enski boltinn

Bandaríkjamenn hætta við að kaupa Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Cain Hoy, bandrískt fjárfestingafélag, hefur lýst því yfir að félagið hafi ekki lengur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham.

Félagið tilkynnti kauphöllinni í London fyrr í mánuðinum að það væri að verðmeta félagið en hefur nú staðfest að því ferli hafi verið hætt.

Tottenham er nú að leita leiða til að fjármagna byggingu nýs leikvangs við hlið White Hart Lane sem áætlað er að reisa á næstu árum. Á sínum tíma fullyrtu forráðamenn Tottenham að engar viðræður hefðu átt sér stað við Cain Hoy.

Áætlað er að Tottenham hætti að spila á White Hart Lane vorið 2017 en líklegt er að liðið þurfi að spila á öðrum leikvangi tímabundið í eitt ár þar til nýi leikvangurinn verður vígður.

Wembley-leikvangurinn er sagður koma til greina sem og Stadium MK í Milton Keynes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×