Enski boltinn

Pochettino: Draumur að fá sama tíma og Wenger

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mauricio Pochettino og Arsene Wenger heilsast eftir leik Southampton og Arsenal í fyrra.
Mauricio Pochettino og Arsene Wenger heilsast eftir leik Southampton og Arsenal í fyrra. vísir/getty
Mauricio Pochettinho, knattspyrnustjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildini, langar mikið að fá sama tíma til að byggja upp liðið og Arsene Wenger hefur fengið hjá Arsenal.

Argentínumaðurinn fær í fyrsta sinn að kynnast Norður-Lundúnaslagnum á morgun þegar Tottenham heimsækir Arsenal á Emirates-völlinn í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Hann segist bera mikla virðingu fyrir Wenger sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal í 18 ár, mun lengur en nokkur annar stjóri í úrvalsdeildinni.

„Hann er frábær knattspyrnustjóri. Það er ekki auðvelt að vera í 18 ár hjá sama liðinu og munurinn á honum og svo mér hjá Tottenham er mikill,“ segir Pochettinho sem tók við liðinu í sumar.

„Tottenham er stórt starf fyrir mig. Það er draumi líkast að vera hérna og yrði jafngaman að fá sama tíma og Arsene hefur fengið hjá Arsenal. En svo það gerist verð ég að sýna hvað ég get.“

„Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum. Maður þarf bara að leggja hart að sér og sýna ástríðuna sem maður býr yfir. Við erum jákvæðir fyrir starfinu okkar og hversu góða leikmenn við höfum í okkar röðum. Bæði ég og Wenger viljum fara eins langt og hægt er,“ segir Mauricio Pochettinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×