Enski boltinn

Skírður í höfuðið á Van Damme

Zouma fagnar gegn Bolton.
Zouma fagnar gegn Bolton. vísir/getty
Franska ungstirnið hjá Chelsea, Kurt Zouma, er á milli tannanna á fólki eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Zouma skoraði fyrir Chelsea í deildarbikarnum gegn Bolton og í kjölfarið hefur komið í ljós að hann er skírður í höfuðið á belgísku hasarhetjunni Jean-Claude Van Damme sem oft gengur undir nafninu „Muscles From Brussels".

Foreldrar Zouma halda mikið upp á myndina Kickboxer með Van Damme. Van Damme leikur þar mann að nafni Kurt Sloane og Zouma er skírður í höfuðið á þeim karakter.

„Hann hjálpar öllum í myndinni og er ótrúlega sterkur þannig að foreldrar mínir vildu að ég fengi það nafn. Þau vildu að ég yrði duglegur og sífellt brosandi. Það gekk upp," sagði Zouma brosandi en miðnafn hans er einmitt Happy.

Van Damme í Kickboxer.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×