Innlent

119 karlar og 15 konur vilja búa með forsetahjónunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mikil eftirspurn er eftir því að vinna fyrir þau Ólaf og Dorrit.
Mikil eftirspurn er eftir því að vinna fyrir þau Ólaf og Dorrit. Vísir / Anton
Á annað hundrað einstaklingar vilja búa með forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff. Fólkið sótti um starf umsjónarmanns á forsetaheimilinu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta sóttu 134 um starfið; 119 karlar og 15 konur.

„Gert er ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu í starfið í næsta mánuði,“ segir Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri forsetaembættisins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Enginn hefur enn verið boðaður í viðtal en enn er unnið að úrvinnslu umsóknanna.

Ætlast er til að sá sem ráðinn verður í starfið hafi búsetu á Bessastöðum.

Í auglýsingunni fyrir starfið kom fram að krafa væri gerð um reynslu og menntun sem nýtist í starfinu, færni í mannlegum samskiptum og gott vald á enskri tungu. Starfið felst í umsjón fasteigna á svæðinu og akstri fyrir embættið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×