Enski boltinn

Pellé skaut Southampton í annað sætið | Góður sigur hjá City

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Agüero skorar fyrir City í dag
Agüero skorar fyrir City í dag vísir/getty
Southampton er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á QPR í dag. Southampton er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea.

Það var markalaust í hálfleik á St. Mary´s leikvanginum í Southampton en Ryan Bertrand kom liðinu yfir á níundu mínútu seinni hálfleiks.

Sean Austin jafnaði metin á 66. mínútu en tveimur mínútum síðar skoraði Ítalinn Graziano Pellé sigurmarkið.

Á sama tíma lagði Crystal Palace Leicester 2-0 í nýliðaslag. Frazier Campbell kom Palace yfir á sjöttu mínútu seinni hálfleiks og þremur mínútum síðar bætti Mile Jedinak við marki.

Að lokum lagði Manchester City Hull 4-2 á útivelli. Sergio Agüero og Edin Dzeko komu City í 2-0 á fyrstu ellefu mínútunum en Hull jafnaði fyrir hálfleik.

Fyrst skoraði Eliaquim Mangala sjálfsmark og svo gaf hann vítaspyrnu sem Abel Hernández skoraði úr.

Edin Dzeko kom City yfir á ný á 68. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok gulltryggði Frank Lampard sigur City.

City er í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig, fimm stigum frá toppnum. Hull er með 6 stig í 14. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×