Innlent

Ákærð fyrir að hafa hreinsað út úr húsi sem Íbúðalánasjóður átti

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Tvennt hefur verið ákært fyrir að hafa fjarlægt ýmsa muni úr íbúð sem þau misstu til Íbúðalánasjóðs á nauðungarsölu. Íbúðalánasjóður hefur samhliða ákærunni lagt fram kröfu um greiðslu upp á rúmar 1,4 milljónir króna og málskostnað sjóðsins.

Í ákærunni eru taldir upp þeir munir sem fólkið er sakað um að hafa fjarlægt í óleyfi úr húsnæðinu og tekið með sér. Það eru tvo fataskápa, helluborð, háfur, ísskápur, bakarofn, höldur af eldhúsinnréttingu og innréttingu í baðherbergi, handklæðaofn, blöndunartæki úr eldhúsi, baðherbergisvaski, sturtu og þvottahúsi, bílskúrshurðaropnara og fimm innihurðir.

Fólkið er ákært fyrir skilasvik og til vara fyrir þjófnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×