Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2014 14:07 FH og Stjarnan mætast í úrslitaleik um titilinn. vísir/daníel Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest á heimasíðu sinni breytta leiktíma í lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fram fer á laugardaginn. Upphaflega áttu allir leikirnir að hefjast klukkan 14.00, en vegna úrslitaleiks FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn hafa leikirnir verið færðir til. Allir leikirnir fimm nema úrslitaleikurinn hefjast klukkan 13.30 og verður viðureign Fram og Fylkis sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar hefst svo klukkan 16.00 og verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dagskráin á Stöð 2 Sport í kringum leikina verður vegleg, en hún hefst klukkan 13.00 með upphitunarþætti Pepsi-markanna þar sem Tómas Ingi Tómasson og Þorvaldur Örlygsson verða sérfræðingar.Hörður Magnússon lýsir svo leik Fram og Fylkis klukkan 13.30, en þar geta Framarar fallið eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Að honum loknum taka sérfræðingarnir aftur við í myndveri í Skaftahlíð og verður svo skipt yfir á Reyni Leósson og HjörvarHafliðason sem hita upp fyrir úrslitaleikinn í beinni útsendingu frá Kaplakrika. Úrslitaleikurinn hefst svo klukkan 16.00 sem fyrr segir, en að honum loknum gera allir sérfræðingarnir, bæði í myndveri og á staðnum, leikinn upp til klukkan 19.00.Hörður Magnússon og sérfræðingar hans verða í yfirvinnu á laugardaginn.vísir/villiÞá verður veislan á Stöð 2 Sport rétt að hefjast því klukkan 19.00 hefst útsending frá UFC-bardagakvöldinu í Stokkhólmi þar sem GunnarNelson berst í aðalbardaga kvöldsins. Eftir hann, eða klukkan 21.15, hefst svo fyrri þáttur Pepsi-markanna þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Eftir hann verður svo uppgjörsþáttur Pepsi-markanna, en hann hefst klukkan 22.30 og lýkur korter fyrir miðnætti. Báðir þættirnir af Pepsi-mörkunum verða í opinni dagskrá og einnig sýndir á Vísi. Ellefu tíma samfelld íþróttaveisla á Stöð 2 Sport á laugardaginn, þar af níu klukkutímar af efni frá Pepsi-deild karla í fótbolta.Leikirnir í lokaumferðinni:13.30 Breiðablik - Valur13.30 Keflavík - Víkingur13.30 Fram - Fylkir (Stöð 2 Sport)13.30 Fjölnir - ÍBV13.30 KR - Þór16.00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport)Dagskráin á Stöð 2 Sport á laugardaginn:13.00 Upphitun Pepsi-markanna13.30 Fram - Fylkir15.25 Upphitun fyrir úrslitaleikinn16.00 FH - Stjarnan með verðlaunaafhendingu og umræðum19.00 Gunnar Nelson berst við Rick Story21.15 Pepsi-mörkin gera upp 22. umferðina22.30 Uppgjörsþáttur Pepsi-markanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest á heimasíðu sinni breytta leiktíma í lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fram fer á laugardaginn. Upphaflega áttu allir leikirnir að hefjast klukkan 14.00, en vegna úrslitaleiks FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn hafa leikirnir verið færðir til. Allir leikirnir fimm nema úrslitaleikurinn hefjast klukkan 13.30 og verður viðureign Fram og Fylkis sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar hefst svo klukkan 16.00 og verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dagskráin á Stöð 2 Sport í kringum leikina verður vegleg, en hún hefst klukkan 13.00 með upphitunarþætti Pepsi-markanna þar sem Tómas Ingi Tómasson og Þorvaldur Örlygsson verða sérfræðingar.Hörður Magnússon lýsir svo leik Fram og Fylkis klukkan 13.30, en þar geta Framarar fallið eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Að honum loknum taka sérfræðingarnir aftur við í myndveri í Skaftahlíð og verður svo skipt yfir á Reyni Leósson og HjörvarHafliðason sem hita upp fyrir úrslitaleikinn í beinni útsendingu frá Kaplakrika. Úrslitaleikurinn hefst svo klukkan 16.00 sem fyrr segir, en að honum loknum gera allir sérfræðingarnir, bæði í myndveri og á staðnum, leikinn upp til klukkan 19.00.Hörður Magnússon og sérfræðingar hans verða í yfirvinnu á laugardaginn.vísir/villiÞá verður veislan á Stöð 2 Sport rétt að hefjast því klukkan 19.00 hefst útsending frá UFC-bardagakvöldinu í Stokkhólmi þar sem GunnarNelson berst í aðalbardaga kvöldsins. Eftir hann, eða klukkan 21.15, hefst svo fyrri þáttur Pepsi-markanna þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Eftir hann verður svo uppgjörsþáttur Pepsi-markanna, en hann hefst klukkan 22.30 og lýkur korter fyrir miðnætti. Báðir þættirnir af Pepsi-mörkunum verða í opinni dagskrá og einnig sýndir á Vísi. Ellefu tíma samfelld íþróttaveisla á Stöð 2 Sport á laugardaginn, þar af níu klukkutímar af efni frá Pepsi-deild karla í fótbolta.Leikirnir í lokaumferðinni:13.30 Breiðablik - Valur13.30 Keflavík - Víkingur13.30 Fram - Fylkir (Stöð 2 Sport)13.30 Fjölnir - ÍBV13.30 KR - Þór16.00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport)Dagskráin á Stöð 2 Sport á laugardaginn:13.00 Upphitun Pepsi-markanna13.30 Fram - Fylkir15.25 Upphitun fyrir úrslitaleikinn16.00 FH - Stjarnan með verðlaunaafhendingu og umræðum19.00 Gunnar Nelson berst við Rick Story21.15 Pepsi-mörkin gera upp 22. umferðina22.30 Uppgjörsþáttur Pepsi-markanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira