Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 08:15 Kynnti frumvarpið Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að selja eigur ríkissjóðs til að lækka skuldir. fréttablaðið/GVA Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira