Enski boltinn

Giggs: Ungir leikmenn fá sín tækifæri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ryan Giggs og Louis Van Gaal.
Ryan Giggs og Louis Van Gaal. Vísir/Getty
Ryan Giggs, aðstoðarþjálfari Manchester United, fullyrti í dag að ungir og uppaldir leikmenn liðsins myndu fá sín tækifæri undir stjórn Louis Van Gaal eftir að félagið seldi Danny Welbeck á dögunum sem var uppalinn hjá félaginu.

Manchester United eyddi gríðarlega háum upphæðum í sumar í leikmannakaup og eftir komu leikmannana Angel Di María, Falcao, Ander Herrera, Danny Blind, Marcos Rojo og Luke Shaw óttast margir að ungir leikmenn liðsins muni ekki fá sín tækifæri.

Giggs hefur hinsvegar engar áhyggjur af slíku og benti mönnum á að Van Gaal hefði alltaf gefið ungum leikmönnum sín tækifæri.

„Það var leiðinlegt að sjá á eftir Danny en félagið mun halda áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri undir stjórn Van Gaal. Hann gaf Seedorf, Kluivert, Iniesta, Xavi og Thomas Muller sín fyrstu tækifæri og undir hans stjórn hefur Tyler Blackett byrjað alla leiki tímabilsins.“

„Liðið þarf að hafa nokkra uppalda leikmenn og þar sem ég er sjálfur uppalinn hérna vill ég viðhalda því. Stuðningsmönnum liðsins bera alltaf taugar til leikmannana sem eru uppaldnir og vonandi hættir það aldrei.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×