Enski boltinn

Ferguson sagði leikmönnum að sleppa landsleikjum

Vísir/Getty
Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, viðurkenndi á dögunum að Sir Alex Ferguson, þáverandi knattspyrnustjóri Manchester United hefði sagt sér að taka ekki þátt í landsliðsverkefni.

Butt sem lék alls 387 leiki fyrir Manchester United á tólf árum lék aðeins 39 leiki fyrir enska landsliðið en hann hann eyddi seinni árum ferilsins hjá Newcastle United, Birmingham City og South China.

Butt sem er í dag varaliðsþjálfari hjá Manchester United viðurkenndi að Ferguson hefði sagt honum að draga sig úr landsliðshópnum einu sinni en hann hefði nokkrum sinnum sagt öðrum leikmönnum liðsins að draga sig úr hópnum fyrir æfingarleiki.

„Hann sagði mér ekki að þykjast vera meiddur, hann sagði mér bara að ég væri einfaldlega ekki að fara í þennan leik. Á einum tímapunkti voru níu leikmenn í hópnum sem voru valdir í landsliðið og hann sagði einum eða tveimur að draga sig úr hópnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×