Erlent

Hersveitir Hins íslamska ríkis öflugri en áður var talið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Félagar í hersveitum hins íslamska ríkis fara um í borginni Ragga í Sýrlandi.
Félagar í hersveitum hins íslamska ríkis fara um í borginni Ragga í Sýrlandi.
Bandaríska leyniþjónustun CIA telur að hersveitir Hins íslamska ríkis í Írak og Sýrlandi hafi nú rúmlega þrjátíu þúsund hermönnum á að skipa.

Þetta er þrefalt hærri tala en Bandaríkjamenn höfðu áður áætlað. Nýja áætlunin er sögð byggja á gagnaöflun sem stóð frá því í maí og fram í ágúst. Hið íslamska ríki stjórnar nú stórum landsvæðum í Írak og í Sýrlandi og hét Obama Bandaríkjaforseti því í gær að herða baráttuna gegn þeim í löndunum tveimur. Það verður þó ekki gert nema með víðtækum stuðningi landanna í kring og því hefur John Kerry utanríkisráðherra verið á ferðalagi um miðausturlönd til þess að afla herleiðangrinum fylgis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×