Innlent

Flugvélarinnar enn leitað á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður dönsku flugumferðarstjórnarinnar hefur upplýst að einn maður hafi verið um borð í vélinni.
Talsmaður dönsku flugumferðarstjórnarinnar hefur upplýst að einn maður hafi verið um borð í vélinni. Vísir/Pjetur
Tvær björgunarþyrlur, Challenger-þota danska flughersins og vél Air Zafari, leita nú flugvélarinnar sem hvarf skömmu fyrir fyrirhugaða lendingu í Kulusuk síðdegis í gær. Vélin tók á loft frá Keflavík.

Vélin er ekki með ratsjá en fresta varð leit í gær vegna mikillar þoku og vinds. Upphaflega var gert ráð fyrir tiltölulega litlu leitarsvæði, en það hefur verið stækkað eftir að íbúi í Kulusuk sá litla vél fljúga vestur af Kulusuk í gær.

Í frétt grænlenska útvarpsins kemur fram að danska flugumferðarstjórnin (NaviAir) hafi upplýst að einn maður hafi verið um borð í vélinni. Að sögn RÚV er flugmaður vélarinnar ekki Íslendingur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×