Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi þátttöku í NATO Bjarki Ármannsson skrifar 14. september 2014 15:22 Frá höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins. Mynd/NATO Fullt tilefni er nú til að gefa íslensku þjóðinni tækifæri til að segja hug sinn um áframhaldandi þátttöku Íslands innan Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þetta segir í þingsályktunartillögu átta þingmanna, þar af sjö úr þingflokki Vinstri grænna, um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að bandalaginu. Í tillögunni segir að þjóðin hafi aldrei haft beina aðkomu að þeirri ákvörðun að ganga í NATO árið 1949 og að tekið hafi að fjara undan sögulegum grundvelli bandalagsins við endalok kalda stríðsins. Í ljósi þessa sé rétt að kalla fram afstöðu þjóðarinnar til úrsagnar eða áframhaldandi veru í bandalaginu. Bent var á það í vikunni að í nýju frumvarpi að fjárlögum er farið fram á 14,4 milljóna króna hækkun á tímabundnu framlagi til NATO vegna byggingar höfuðstöðva bandalagsins. Áætlað er að framlag Íslands til NATO á árinu 2015 verið rúmlega 450 milljónir króna. Á meðan er gert ráð fyrir því að niðurskurður til þróunaraðstoðar, þar með talið framlaga til stofnana á borð við ÞSSÍ, Unicef, UN Women og Alþjóðabankans, nemi samtals 450 milljónum króna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hann viðraði þessa hugmynd í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni fyrr í mánuðinum. Þar sagði hann NATO ekki félagsskap sem henti Íslendingum og að frekar ætti að láta peninganna sem nú renna til NATO til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. „Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ sagði Ögmundur í þættinum. Tengdar fréttir NATO í brennidepli í Úkraínu Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði. 4. september 2014 12:29 Vill efla þátttöku í NATO Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales lauk í dag, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sátu fundinn fyrir Íslands hönd. 5. september 2014 15:35 Íslendingar hljóti að hlusta á óskir NATO um aukin framlög Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Íslensk stjórnvöld hljóta að hlusta á þær óskir sem nú berist frá Atlantshafsbandalaginu þess efnis að þátttökuríkin auki fjárframlög til bandalagsins. Gunnar Bragi hitti í gær Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu vítt og breitt um þau mál sem efst eru á baugi og lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að í ljósi þess að öryggismat í Evrópu væri nú breytt þurfi aðildarríkin nú að auka fjárframlög sín. 14. ágúst 2014 13:05 Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að Íslendingar eigi ekki að stilla sér upp með árasargjörnum ríkjum í Atlantshafsbandalaginu. 1. september 2014 09:13 Framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands á morgun Hinn danski Anders Fogh Rasmussen mun meðal annars funda með forsætisráðherra og heimsækja Alþingi. 12. ágúst 2014 14:19 Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. 13. ágúst 2014 20:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fullt tilefni er nú til að gefa íslensku þjóðinni tækifæri til að segja hug sinn um áframhaldandi þátttöku Íslands innan Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þetta segir í þingsályktunartillögu átta þingmanna, þar af sjö úr þingflokki Vinstri grænna, um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að bandalaginu. Í tillögunni segir að þjóðin hafi aldrei haft beina aðkomu að þeirri ákvörðun að ganga í NATO árið 1949 og að tekið hafi að fjara undan sögulegum grundvelli bandalagsins við endalok kalda stríðsins. Í ljósi þessa sé rétt að kalla fram afstöðu þjóðarinnar til úrsagnar eða áframhaldandi veru í bandalaginu. Bent var á það í vikunni að í nýju frumvarpi að fjárlögum er farið fram á 14,4 milljóna króna hækkun á tímabundnu framlagi til NATO vegna byggingar höfuðstöðva bandalagsins. Áætlað er að framlag Íslands til NATO á árinu 2015 verið rúmlega 450 milljónir króna. Á meðan er gert ráð fyrir því að niðurskurður til þróunaraðstoðar, þar með talið framlaga til stofnana á borð við ÞSSÍ, Unicef, UN Women og Alþjóðabankans, nemi samtals 450 milljónum króna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hann viðraði þessa hugmynd í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni fyrr í mánuðinum. Þar sagði hann NATO ekki félagsskap sem henti Íslendingum og að frekar ætti að láta peninganna sem nú renna til NATO til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. „Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ sagði Ögmundur í þættinum.
Tengdar fréttir NATO í brennidepli í Úkraínu Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði. 4. september 2014 12:29 Vill efla þátttöku í NATO Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales lauk í dag, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sátu fundinn fyrir Íslands hönd. 5. september 2014 15:35 Íslendingar hljóti að hlusta á óskir NATO um aukin framlög Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Íslensk stjórnvöld hljóta að hlusta á þær óskir sem nú berist frá Atlantshafsbandalaginu þess efnis að þátttökuríkin auki fjárframlög til bandalagsins. Gunnar Bragi hitti í gær Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu vítt og breitt um þau mál sem efst eru á baugi og lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að í ljósi þess að öryggismat í Evrópu væri nú breytt þurfi aðildarríkin nú að auka fjárframlög sín. 14. ágúst 2014 13:05 Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að Íslendingar eigi ekki að stilla sér upp með árasargjörnum ríkjum í Atlantshafsbandalaginu. 1. september 2014 09:13 Framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands á morgun Hinn danski Anders Fogh Rasmussen mun meðal annars funda með forsætisráðherra og heimsækja Alþingi. 12. ágúst 2014 14:19 Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. 13. ágúst 2014 20:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
NATO í brennidepli í Úkraínu Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði. 4. september 2014 12:29
Vill efla þátttöku í NATO Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales lauk í dag, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sátu fundinn fyrir Íslands hönd. 5. september 2014 15:35
Íslendingar hljóti að hlusta á óskir NATO um aukin framlög Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Íslensk stjórnvöld hljóta að hlusta á þær óskir sem nú berist frá Atlantshafsbandalaginu þess efnis að þátttökuríkin auki fjárframlög til bandalagsins. Gunnar Bragi hitti í gær Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu vítt og breitt um þau mál sem efst eru á baugi og lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að í ljósi þess að öryggismat í Evrópu væri nú breytt þurfi aðildarríkin nú að auka fjárframlög sín. 14. ágúst 2014 13:05
Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að Íslendingar eigi ekki að stilla sér upp með árasargjörnum ríkjum í Atlantshafsbandalaginu. 1. september 2014 09:13
Framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands á morgun Hinn danski Anders Fogh Rasmussen mun meðal annars funda með forsætisráðherra og heimsækja Alþingi. 12. ágúst 2014 14:19
Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. 13. ágúst 2014 20:48