Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 09:13 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan. Alþingi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira