Innlent

Framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Rasmussen hefur gengt starfi framkvæmdastjóra NATO frá árinu 2009.
Rasmussen hefur gengt starfi framkvæmdastjóra NATO frá árinu 2009. Vísir/AFP
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) og fyrrverandi forsætisráðherra Dana, kemur til Íslands á morgun í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Wales í næsta mánuði.

Í tilkynningu segir að Rasmussen muni meðal annars eiga fundi með forsætisráðherra og Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og heimsækja Alþingi áður en hann heldur af landi brott að morgni fimmtudags.

Rasmussen heimsótti Íslendinga fyrst árið 2009 en ljóst er að þetta verður hans síðasta heimsókn í embætti. Hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri í lok september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×