Starf Solskjærs í hættu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2014 12:01 Solskjær á ekki sjö dagana sæla þessa stundina. Vísir/Getty Það blæs ekki byrlega fyrir Ole Gunnar Solskjær þessa dagana. Liði hans Cardiff gengur lítið sem ekki neitt í Championship-deildinni og hávær orðrómur er um að Vincent Tan, hinn umdeildi eigandi félagsins, ætli að skipta um mann í brúnni. Solskjær tók við velska liðinu í byrjun árs af Malky Mackay. Norðmanninum, sem gerði Molde tvívegis að norskum meisturum, tókst hins vegar ekki að snúa gengi Cardiff við og liðið féll að lokum eftir eins árs dvöl í ensku úrvalsdeildinni. Byrjunin á þessu tímabili hefur verið erfið en Cardiff situr í 17. sæti Championship-deildarinnar með átta stig eftir sjö umferðir. Í gær tapaði Cardiff fyrir Middlesbrough á heimavelli með einu marki gegn engu, en púað var á lærisveina Solkjærs þegar þeir gengu af velli. „Ef þú nærð ekki úrslitum, þá kemur pressa. Við bjuggumst ekki við að vera þar sem við erum eftir sjö leiki. Við vissum að ættum nokkra erfiða leiki í upphafi tímabils, en við bjuggumst við meira en einu stigi í síðustu fjórum leikjum“, sagði Solskjær eftir leikinn í gær. „Þú verður að halda trúnni. Ég mun ekki sofa mikið út af þessum úrslitum og stöðu okkar í deildinni. En ég er bjartsýnismaður og ég gæti þurft að gera breytingar til að snúa gengi liðsins við“, sagði Solskjær ennfremur, en samkvæmt breskum fréttamiðlun mun hann ræða við stjórnarmenn Cardiff í dag. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira
Það blæs ekki byrlega fyrir Ole Gunnar Solskjær þessa dagana. Liði hans Cardiff gengur lítið sem ekki neitt í Championship-deildinni og hávær orðrómur er um að Vincent Tan, hinn umdeildi eigandi félagsins, ætli að skipta um mann í brúnni. Solskjær tók við velska liðinu í byrjun árs af Malky Mackay. Norðmanninum, sem gerði Molde tvívegis að norskum meisturum, tókst hins vegar ekki að snúa gengi Cardiff við og liðið féll að lokum eftir eins árs dvöl í ensku úrvalsdeildinni. Byrjunin á þessu tímabili hefur verið erfið en Cardiff situr í 17. sæti Championship-deildarinnar með átta stig eftir sjö umferðir. Í gær tapaði Cardiff fyrir Middlesbrough á heimavelli með einu marki gegn engu, en púað var á lærisveina Solkjærs þegar þeir gengu af velli. „Ef þú nærð ekki úrslitum, þá kemur pressa. Við bjuggumst ekki við að vera þar sem við erum eftir sjö leiki. Við vissum að ættum nokkra erfiða leiki í upphafi tímabils, en við bjuggumst við meira en einu stigi í síðustu fjórum leikjum“, sagði Solskjær eftir leikinn í gær. „Þú verður að halda trúnni. Ég mun ekki sofa mikið út af þessum úrslitum og stöðu okkar í deildinni. En ég er bjartsýnismaður og ég gæti þurft að gera breytingar til að snúa gengi liðsins við“, sagði Solskjær ennfremur, en samkvæmt breskum fréttamiðlun mun hann ræða við stjórnarmenn Cardiff í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira