Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu nauman sigur á Englandsmeisturum Manchester City, 1-0, í fyrstu umferð E-riðils í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Þýska liðið var betra í leiknum og fékk fleiri færi auk þess sem það heimtaði í tvígang vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á leikmönnum Englandsmeistaranna.
Joe Hart var tvisvar sinnum nokkuð tæpur á því að gefa mark, en hinum megin var DavidSilva nálægt því að skora þegar hann komst í dauðafæri eftir fyrirgjöf frá hægri.
Hart var þó í heildina nokkuð öflugur í leiknum, en enski landsliðsmarkvörðurinn varði nokkrum sinnum mjög vel frá Bayern.
Þegar allt virtist stefna í jafntefli skoraði Jérome Boateng, fyrrverandi leikmaður Manchester City, gullfallegt mark með skoti úr teignum sem söng í netinu, 1-0, á 90. mínútu.
Þetta dugði Þjóðverjunum til sigurs í leiknum, en grimm örlög fyrir City-liðið sem varðist annars vel og var nálægt því að ná í gott stig.
Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum komst SergioAgüero í dauðafæri eftir að fífla Dante upp úr skónum, en hann skaut framhjá.
Boateng sá um gömlu félagana í München
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið









Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn