Geysir gæti komið í leitirnar hefjist gos í Bárðarbungu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2014 09:09 Haraldur Sigurðsson er einn virtasti eldfjallafræðingur landsins. vísir/anton brink „Ég tel fremur litlar líkur á að gos verði nú innan öskju Bárðarbungu, en ef svo verður, þá er ekki útilokað að flakið af flugvélinni Geysir komi aftur fram í dagsljósið.“ Þetta skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, á heimasíðu sína. „Nú þegar öll athygli þjóðarinnar beinist að Bárðarbungu í Vatnajökli, þá er tímabært að rifja upp merkilegan atburð sem gerðist þar árið 1950.“ Hinn 14.september árið 1950 fór Geysir, flugvél Loftleiða, í sína hinstu ferð. Brotlenti hún á suðaustanverðri Bárðarbungu, en vélin var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, en enga farþega. Leitað var logandi ljósi að vélinni. Allar björgunarsveitir voru ræstar út, 15 flugvélar sveimuðu um 150 þúsund ferkílómetra svæði, þar af ein dönsk herflugvél. Fjórum dögum eftir brotlendinguna fannst vélin. Allir lifðu af, en sumir slasaðir. „Björgunarsveit frá Akureyri kom fyrst á slysstað hinn 20. september og allir komust niður af jöklinum, heilu og höldnu. Síðan hefur flugvélaflakið Geysir grafist smátt og smátt í fönn innan öskju Bárðarbungu,“ skrifar Haraldur og hefur eftir Helga Björnssyni jöklafræðing að flakið kunni nú ef til vill að vera komið niður á um 100 metra dýpi í jöklinum. Jörð skelfur nánast á hverri klukkustund sem líður við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls. Flestir skjálftarnir við Bárðarbungu. Sérfræðingar segja ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en telja fullvíst að fleiri gos muni hefjast eftir að gosið í Holuhrauni fjarar út. Bárðarbunga Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
„Ég tel fremur litlar líkur á að gos verði nú innan öskju Bárðarbungu, en ef svo verður, þá er ekki útilokað að flakið af flugvélinni Geysir komi aftur fram í dagsljósið.“ Þetta skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, á heimasíðu sína. „Nú þegar öll athygli þjóðarinnar beinist að Bárðarbungu í Vatnajökli, þá er tímabært að rifja upp merkilegan atburð sem gerðist þar árið 1950.“ Hinn 14.september árið 1950 fór Geysir, flugvél Loftleiða, í sína hinstu ferð. Brotlenti hún á suðaustanverðri Bárðarbungu, en vélin var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, en enga farþega. Leitað var logandi ljósi að vélinni. Allar björgunarsveitir voru ræstar út, 15 flugvélar sveimuðu um 150 þúsund ferkílómetra svæði, þar af ein dönsk herflugvél. Fjórum dögum eftir brotlendinguna fannst vélin. Allir lifðu af, en sumir slasaðir. „Björgunarsveit frá Akureyri kom fyrst á slysstað hinn 20. september og allir komust niður af jöklinum, heilu og höldnu. Síðan hefur flugvélaflakið Geysir grafist smátt og smátt í fönn innan öskju Bárðarbungu,“ skrifar Haraldur og hefur eftir Helga Björnssyni jöklafræðing að flakið kunni nú ef til vill að vera komið niður á um 100 metra dýpi í jöklinum. Jörð skelfur nánast á hverri klukkustund sem líður við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls. Flestir skjálftarnir við Bárðarbungu. Sérfræðingar segja ómögulegt að segja til um hvort gos muni hefjast í Bárðarbungu, en telja fullvíst að fleiri gos muni hefjast eftir að gosið í Holuhrauni fjarar út.
Bárðarbunga Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira