Innlent

Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hluti bréfs sem Sigurður Ingi sendi starfsfólki Fiskistofu.
Hluti bréfs sem Sigurður Ingi sendi starfsfólki Fiskistofu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, sendi starfsfólki Fiskistofu bréf í liðinni viku vegna flutnings stofunnar til Akureyrar. Þar kemur fram að þeir starfsmenn sem hyggjast fylgja stofunni norður geta fengið allt að 3 milljóna króna styrk frá ríkinu vegna flutninganna. Þeir starfsmenn sem fá styrkinn skuldbinda sig til að vinna fyrir Fiskistofu í tvö ár. Einnig geta þeir starfsmenn sem ætla að flytja fengið tvo styrki til að fara norður og skoða til dæmis húsnæði.

Bréf Sigurðar Inga til starfsmanna Fiskistofu.
Sigurður Ingi sendi bréfið í kjölfar fundar sem starfsmenn sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytisins héldu með starfsfólki Fiskistofu.Á þeim fundi kom fram að ráðuneytið hyggst ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsfólkið þarf sjálft að segja upp störfum.Ekki liggur fyrir hvort að starfsfólkið haldi þá biðlaunarétti sínum en starfsmenn ráðuneytisins fullyrtu á fundinum að jafn réttur væri tryggður að lögum. Samkvæmt heimildum Vísis hafa fulltrúar stéttarfélaga hins vegar sagt starfsmönnum Fiskistofu að  svo sé ekki og því er ekki ljóst hvernig ráðuneytið mun tryggja rétt starfsmanna.


Tengdar fréttir

Fiskistofa flutt á Akureyri

Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði.

Starfsemi Fiskistofu lömuð

Fiskistofustjóri hefur ekki ákveðið hvort hann og fjölskylda hans flytja með Fiskistofu til Akureyrar. Samráðhópur á vegum atvinnuvegaráðherra fundar um málið í dag.

Leggja áherslu á að sátt náist um flutning Fiskistofu

Forsvarsmenn Akureyrarbæjar hafa sent frá sér tilkynningu varðandi flutning Fiskistofu til bæjarins en þar kemur fram að skilningur sé á þeim áhyggjuröddum sem fram hafa komið frá starfsmönnum stofnunarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.