Námslán úr fortíðinni: „Við getum ekki borgað þessa kröfu" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. september 2014 15:25 Konan fékk þetta bréf frá LÍN. „Þegar ég opnaði bréfið hélt ég að þetta væri auglýsing. Og þegar ég las það hélt ég að einhver væri að gera mér grikk,“ segir kona sem fékk bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem kom fram að faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, væri ábyrgðamaður á láni sem væri nú komið í vanskil. Lánið fellur því á konuna og bróðir hennar, því faðir þeirra var ábyrgðamaður á láninu. Stjúpsonur mannsins – og stjúpsonur systkinanna – er orðinn gjaldþrota. Konan segir að systkinin séu „bæði eignarlaus“ og að þau ætli ekki að bregðast við kröfu LÍN. „Við ætlum bara að láta þetta vera,“ segir konan sem er 66 ára. Hún bætir við að þau hafi erft peninga eftir föður sinn, en upphæðin sé langt frá því að duga fyrir ábyrgð á láninu„Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér“ Mál konunnar hefur vakið athygli eftir að dóttir hennar birti bréfið á Facebook. Konan vill ekki láta nafn síns getið, vegna þess að í bréfinu eru viðkvæmar upplýsingar. „Málið er að faðir minn deyr árið 1986. Hann var giftur konu og gerðist ábyrgðarmaður á námsláni sonar hennar. Sá maður varð gjaldþrota í byrjun ársins og lánið var komið í vanskil.“ Lánið hefði því átt að falla á föður konunnar en vegna þess að hann féll frá fyrir tæpum þremur áratugum þurfa börnin hans að axla ábyrgð á námsláninu. „Krafan er tvær milljónir fimm hundruð og níu þúsund krónur. Okkur er sagt að krafan fari í innheimtu hjá lögmannsstofu innan fjórtán daga, þannig að það má búast við því að krafan verði eitthvað hærri,“ segir konan og heldur áfram: „Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég. Þannig að við getum ekki borgað þessa kröfu. Arfurinn sem við fengum fyrir 27 árum var hálf milljón króna fyrir hvort okkar. Upphæðin hefði því ekki dugað fyrir kröfunni. Bróðir minn sagði við mig: „Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér.““Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Fyrr í dag ræddi blaðamaður Vísis við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem er framkvæmdastjóri LÍN. Hún sagði þá að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún benti á að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi sé skipt upp. Hin 66 ára kona sem þarf nú að taka við ábyrgð föður síns á láninu segist ekki muna hvort þeim hafi verið tilkynnt um að faðir þeirra væri í ábyrgð á námsláninu á sínum tíma. „Enda erum næstum þrjátíu ár síðan þetta var.“Reglum breytt Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt,“ Post by Ólöf Mas. Tengdar fréttir Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þegar ég opnaði bréfið hélt ég að þetta væri auglýsing. Og þegar ég las það hélt ég að einhver væri að gera mér grikk,“ segir kona sem fékk bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem kom fram að faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, væri ábyrgðamaður á láni sem væri nú komið í vanskil. Lánið fellur því á konuna og bróðir hennar, því faðir þeirra var ábyrgðamaður á láninu. Stjúpsonur mannsins – og stjúpsonur systkinanna – er orðinn gjaldþrota. Konan segir að systkinin séu „bæði eignarlaus“ og að þau ætli ekki að bregðast við kröfu LÍN. „Við ætlum bara að láta þetta vera,“ segir konan sem er 66 ára. Hún bætir við að þau hafi erft peninga eftir föður sinn, en upphæðin sé langt frá því að duga fyrir ábyrgð á láninu„Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér“ Mál konunnar hefur vakið athygli eftir að dóttir hennar birti bréfið á Facebook. Konan vill ekki láta nafn síns getið, vegna þess að í bréfinu eru viðkvæmar upplýsingar. „Málið er að faðir minn deyr árið 1986. Hann var giftur konu og gerðist ábyrgðarmaður á námsláni sonar hennar. Sá maður varð gjaldþrota í byrjun ársins og lánið var komið í vanskil.“ Lánið hefði því átt að falla á föður konunnar en vegna þess að hann féll frá fyrir tæpum þremur áratugum þurfa börnin hans að axla ábyrgð á námsláninu. „Krafan er tvær milljónir fimm hundruð og níu þúsund krónur. Okkur er sagt að krafan fari í innheimtu hjá lögmannsstofu innan fjórtán daga, þannig að það má búast við því að krafan verði eitthvað hærri,“ segir konan og heldur áfram: „Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég. Þannig að við getum ekki borgað þessa kröfu. Arfurinn sem við fengum fyrir 27 árum var hálf milljón króna fyrir hvort okkar. Upphæðin hefði því ekki dugað fyrir kröfunni. Bróðir minn sagði við mig: „Gangi þeim vel að ná einhverju frá mér.““Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Fyrr í dag ræddi blaðamaður Vísis við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem er framkvæmdastjóri LÍN. Hún sagði þá að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún benti á að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi sé skipt upp. Hin 66 ára kona sem þarf nú að taka við ábyrgð föður síns á láninu segist ekki muna hvort þeim hafi verið tilkynnt um að faðir þeirra væri í ábyrgð á námsláninu á sínum tíma. „Enda erum næstum þrjátíu ár síðan þetta var.“Reglum breytt Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt,“ Post by Ólöf Mas.
Tengdar fréttir Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13