Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 11:30 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. VÍSIr/stefán Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09