Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 15:18 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða Helgadóttir Mennirnir tveir sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson í fangelsinu á Litla-hrauni, neita báðir sök í málinu. Í vitnaleiðslum sögðu þeir að Matthías Máni hefði ýtt í þá og í kjölfarið hefði komið til slagsmála. Þeim er gefið að sök að hafa slegið hann í höfuð og líkama og notað hengilás við verknaðinn. Hengilásinn var að klefa Baldurs Kolbeinssonar, annars ákærðu, og fannst á vettvangi árásarinnar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. Lásinn var sendur til rannsóknar fimm mánuðum eftir atvikið og var því ekki ljóst hvenær blóðið var til komið. Eggert Kári Kristjánsson er einnig ákærður í málinu. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, kom að árásinni. „Matthías lá alblóðugur á íþróttavellinum. Nokkrir fangar voru í kring og meðal þeirra voru þeir Eggert Kári og Baldur Kolbeinsson, en grunur beindist strax að þeim. Eggert var færður í aðskilnað og á leiðinni þangað viðurkenndi hann verknaðinn,“ sagði Tryggvi í vitnaleiðslum í dag. Þá sagði hann að sér hefði til eyrna borist að árásin hefði verið skipulögð. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Selfossi, sem jafnframt bar vitni, sagði Matthías hafa verið illa leikinn eftir árásina. Sauma þurfti þrjá tveggja sentímetra skurði á enni og annað grunnt sár við annað augað. Þá var hann jafnframt með sár við nefrót og bólgið auga. „Miðað við mynstur og annað, þá finnst mér líklegt að áhaldi hafi verið beitt. Þetta var allavega ekki gert með berum höndum. Skurðirnir voru það jafnir,“ segir hjúkrunarfræðingurinn. „En hann var yfirmáta rólegur og einstaklega kurteis. Hann áttaði sig ekki á hlutunum í fyrstu. Þegar hann tók að átta sig þá fór hann aðeins að æsast og fangaverðir fóru þá með hann.“ Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands og er það höfðað af ríkissakóknara. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá því hann var tæplega sautján ára. Eggert Kári á styttri refsiferil að baki. Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Mennirnir tveir sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson í fangelsinu á Litla-hrauni, neita báðir sök í málinu. Í vitnaleiðslum sögðu þeir að Matthías Máni hefði ýtt í þá og í kjölfarið hefði komið til slagsmála. Þeim er gefið að sök að hafa slegið hann í höfuð og líkama og notað hengilás við verknaðinn. Hengilásinn var að klefa Baldurs Kolbeinssonar, annars ákærðu, og fannst á vettvangi árásarinnar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. Lásinn var sendur til rannsóknar fimm mánuðum eftir atvikið og var því ekki ljóst hvenær blóðið var til komið. Eggert Kári Kristjánsson er einnig ákærður í málinu. Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, kom að árásinni. „Matthías lá alblóðugur á íþróttavellinum. Nokkrir fangar voru í kring og meðal þeirra voru þeir Eggert Kári og Baldur Kolbeinsson, en grunur beindist strax að þeim. Eggert var færður í aðskilnað og á leiðinni þangað viðurkenndi hann verknaðinn,“ sagði Tryggvi í vitnaleiðslum í dag. Þá sagði hann að sér hefði til eyrna borist að árásin hefði verið skipulögð. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku á Selfossi, sem jafnframt bar vitni, sagði Matthías hafa verið illa leikinn eftir árásina. Sauma þurfti þrjá tveggja sentímetra skurði á enni og annað grunnt sár við annað augað. Þá var hann jafnframt með sár við nefrót og bólgið auga. „Miðað við mynstur og annað, þá finnst mér líklegt að áhaldi hafi verið beitt. Þetta var allavega ekki gert með berum höndum. Skurðirnir voru það jafnir,“ segir hjúkrunarfræðingurinn. „En hann var yfirmáta rólegur og einstaklega kurteis. Hann áttaði sig ekki á hlutunum í fyrstu. Þegar hann tók að átta sig þá fór hann aðeins að æsast og fangaverðir fóru þá með hann.“ Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Suðurlands og er það höfðað af ríkissakóknara. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá því hann var tæplega sautján ára. Eggert Kári á styttri refsiferil að baki.
Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45
"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18