Braust inn og barði húsráðanda með leikfangasverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 15:12 Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/óká Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll. Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll.
Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45
Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36
Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18
"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18