Braust inn og barði húsráðanda með leikfangasverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 15:12 Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/óká Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll. Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn Baldri Kolbeinssyni sem gefið er að sök að hafa brotist inn í hús við Fífuhvamm í Kópavogi 4.febrúar síðastliðinn og ráðist þar á húsráðanda og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Baldur neitar sök í málinu. „Ég vakna við hávaða og heyri hávaðann koma úr herbergi eldri stráksins. Ég kveiki ljósið og sé mann gramsa í skrifborðinu og hann heldur á veskinu mínu,“ segir annar húsráðanda, kona, í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Suðurlands í gær.Barði húsráðanda í höfuðið með geislasverði Konan segir eiginmann sinn hafa komið inn í herbergið og reynt að taka það sem maðurinn hafði tekið úr herbergi stráksins, sjö ára drengs, um það bil fimmtán þúsund krónur. Við það hafi þjófurinn reiðst og barið eiginmann hennar í höfuðið með leikfangasverði. Maðurinn slasaðist ekki en fann fyrir eymslum á höfði. „Hann lamdi hann með eins konar dótageislasverði. Ég kalla á hann, segi honum að sleppa þessu og segi honum að hann þurfi að fara út,“ segir hún. „Hann hleypur niður og kallar áður en hann fer að hann muni drepa okkur ef við hringdum á lögregluna,“ segir hún og bætir við að maðurinn hafi líklega verið vímaður, hann hafi borið öll merki þess. Hjónin hringdu á lögregluna eftir að maðurinn hljóp á brott og fannst maðurinn skammt frá heimili þeirra, rennvotur að sögn lögreglu. „Hann var allur rennandi blautur, en peysan hans var skrjáfa þurr,“ segir lögregla í vitnastúku en gaf engar frekari skýringar á því.Komst inn um ólæstar dyr Þjófurinn komst inn um ólæstar dyr hússins. „Við gleymdum að læsa útidyrahurðinni en það kemur ekki fyrir aftur. Við fórum strax í það að láta setja upp þjófavarnakerfi,“ segir hún. Ríkissaksóknari höfðar nú samtals þrjú mál gegn Baldri Kolbeinssyni, 23 ára síbrotamanni. Er hann ákærður fyrir fólskulega árás á samfanga sinn ásamt því að hafa ráðist á og troðið mannasaur í munn annars samfanga síns. Baldur afplánar nú dóm í fangelsinu við Litla-Hraun, meðal annars fyrir líkamsárás og eignarspjöll.
Tengdar fréttir Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45 Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36 Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18 "Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ sagði Matthías Máni Erlingsson. 1. september 2014 11:45
Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Baldri Kolbeinssyni er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. 1. september 2014 16:36
Barst til eyrna að árásin hefði verið skipulögð Hengilásinn sem fannst á vettvangi var að klefa Baldurs Kolbeinssonar. Lásinn var blóðugur og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu var blóðið úr Baldri. 1. september 2014 15:18
"Ég öskraði og fangaverðirnir komu“ "Reiðin í andliti hans er mér minnistæðust,“ segir starfsmaður Litla-Hrauns sem í dag bar vitni í máli Matthíasar Mána Erlingssonar sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás samfanga sinna í samnefndu fangelsi á síðasta ári. 1. september 2014 12:18