Enski boltinn

Flanagan ætlar að berjast fyrir byrjunarliðssæti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jon Flanagan tekur innkast.
Jon Flanagan tekur innkast. vísir/getty
Jon Flanagan, bakvörður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, segist í viðtali við heimasíðu félagsins ætla að berjast fyrir byrjunarliðssæti á ný þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sínum.

Flanagan spilaði 25 leiki sem vinstri bakvörður í Liverpool-liðinu á síðustu leiktíð og þótti standa sig vel, en Liverpool barðist um titilinn allt til lokadags við Manchester City.

Nú er samkeppnin orðin meiri því Liverpool keypti bæði AlbertoMoreno og JaviManquillo í sumar, en það hefur engin áhrif á Flanagan sem uppalinn er hjá Liverpool.

„Þetta verður erfitt, en ég er ákveðnari en nokkur sinni fyrr. Þetta er mikilvæg leiktíð fyrir mig þannig ég get ekki beðið eftir því að byrja aftur,“ segir Flanagan.

„Knattspyrnustjóri styrkti hópinn í sumar með nýjum leikmönnum þannig ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og vonandi fá mitt tækifæri,“ segir Jon Flanagan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×