Enski boltinn

Andy Johnson snýr aftur á Selhurst Park

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andy Johnson í leik með QPR í vor.
Andy Johnson í leik með QPR í vor. Vísir/Getty
Enski framherjinn Andy Johnson skrifaði í dag undir sex mánaða samning hjá Crystal Palace og snýr hann því aftur til liðsins þar sem hann sló í gegn á árunum 2002-2006.

Johnson átti stórkostlegt tímabil í liði Crystal Palace tímabilið 2004-2005 þegar hann var næst markahæsti leikmaður deildarinnar og markahæsti enski leikmaðurinn þrátt fyrir að Crystal Palace hafi fallið niður um deild.

Johnson gekk til liðs við Everton sumarið 2006 en hefur aldrei náð sömu hæðum og hjá Crystal Palace og hefur hann leikið með Q.P.R. og Fulham undanfarin sex ár.

Johnson lék á sínum tíma átta landsleiki fyrir Englands hönd en hann komst aldrei á stórmót með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×