Dómgreindarbrestur af hálfu bæjarstjórans að hygla fjölskyldunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. september 2014 18:01 Hæfi Gunnsteins Ómarssonar, bæjarstjóra Ölfuss, er dregið í efa í þessu máli sökum fjölskyldutengsla. Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir Gunnstein Ómarsson, bæjarstjóra Ölfuss, hafa sýnt ótrúlegan dómgreindarbrest við afgreiðslu sorphirðuútboðs í bænum þar sem útboðsgögnum er haldið leyndum. Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega í sveitarfélaginu og snýr að sorphirðu. Þetta er þrátt fyrir fyrirliggjandi úrskurð úrskurðarnefndar þess efnis að gögnin beri að leggja fram. Fréttablaðið fjallar um málið í dag og ræðir við bæjarstjórann Gunnstein Einarsson sem segist ætla að hunsa úrskurðinn. Svo vill til að fyrirtækið sem vann útboðið, og heitir Gámaþjónustan, tengist Gunnsteini með beinum hætti, fjölskylduböndum. Gunnsteinn segir þetta laukrétt en telur það ekki hafa nokkur áhrif á hæfi sitt við afgreiðslu málsins. Keppinautur Gámþjónustunnar, Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslensku gámaþjónustunnar, er mjög ósáttur við þróun mála. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins.Vísir/VilhelmÞetta er býsna eindregin afstaða sem þarna birtist? „Það er nokkuð ljóst. Hún er ansi eindregin og afgerandi og manni er eiginlega ekki alveg ljóst hvers vegna hún er svona afgerandi ef að hann er að hugsa og tala sem sveitarstjóri,“ segir Jón Þórir Hann ætlar að fara með málið lengra og hefur leitað til sýslumanns um að fá aðstoð við að fá afhent útboðsgögn. Það sem vekur athygli í málinu eru tengsl bæjarstjórans við keppinaut ykkar í þessu útboði.„Já, þau eru mjög mikil. Faðir hans, móðir hans og bróðir hans eru öll starfandi hjá Gámaþjónustunni og hafa starfað þar síðastliðin, alla vega foreldrar hans, 20 til 30 ár. Þau hafa verið í stofnenda- og eigendahóp Gámaþjónustunnar og mjög áberandi þar. Bróðir hans er framkvæmdastjóri Gámaco þar sem þeir sömdu saman bræðurnir um sorphirðu fyrir Rangárþing ytra. Þannig að auðvitað eru þetta ótrúlega mikil tengsl og bara dómgreindarbrestur af hálfu Gunnsteins að taka þetta mál að sér,“ segir Jón Þórir hjá Íslensku gámaþjónustunni. Tengdar fréttir „Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ Ármann Einarsson, oddviti D-lista í minnihluta Ölfuss, vill fá öll gögn upp á borðið 3. september 2014 09:00 Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup í Skaftá og áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Sjá meira
Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir Gunnstein Ómarsson, bæjarstjóra Ölfuss, hafa sýnt ótrúlegan dómgreindarbrest við afgreiðslu sorphirðuútboðs í bænum þar sem útboðsgögnum er haldið leyndum. Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega í sveitarfélaginu og snýr að sorphirðu. Þetta er þrátt fyrir fyrirliggjandi úrskurð úrskurðarnefndar þess efnis að gögnin beri að leggja fram. Fréttablaðið fjallar um málið í dag og ræðir við bæjarstjórann Gunnstein Einarsson sem segist ætla að hunsa úrskurðinn. Svo vill til að fyrirtækið sem vann útboðið, og heitir Gámaþjónustan, tengist Gunnsteini með beinum hætti, fjölskylduböndum. Gunnsteinn segir þetta laukrétt en telur það ekki hafa nokkur áhrif á hæfi sitt við afgreiðslu málsins. Keppinautur Gámþjónustunnar, Jón Þórir Frantzsson, forstjóri Íslensku gámaþjónustunnar, er mjög ósáttur við þróun mála. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins.Vísir/VilhelmÞetta er býsna eindregin afstaða sem þarna birtist? „Það er nokkuð ljóst. Hún er ansi eindregin og afgerandi og manni er eiginlega ekki alveg ljóst hvers vegna hún er svona afgerandi ef að hann er að hugsa og tala sem sveitarstjóri,“ segir Jón Þórir Hann ætlar að fara með málið lengra og hefur leitað til sýslumanns um að fá aðstoð við að fá afhent útboðsgögn. Það sem vekur athygli í málinu eru tengsl bæjarstjórans við keppinaut ykkar í þessu útboði.„Já, þau eru mjög mikil. Faðir hans, móðir hans og bróðir hans eru öll starfandi hjá Gámaþjónustunni og hafa starfað þar síðastliðin, alla vega foreldrar hans, 20 til 30 ár. Þau hafa verið í stofnenda- og eigendahóp Gámaþjónustunnar og mjög áberandi þar. Bróðir hans er framkvæmdastjóri Gámaco þar sem þeir sömdu saman bræðurnir um sorphirðu fyrir Rangárþing ytra. Þannig að auðvitað eru þetta ótrúlega mikil tengsl og bara dómgreindarbrestur af hálfu Gunnsteins að taka þetta mál að sér,“ segir Jón Þórir hjá Íslensku gámaþjónustunni.
Tengdar fréttir „Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ Ármann Einarsson, oddviti D-lista í minnihluta Ölfuss, vill fá öll gögn upp á borðið 3. september 2014 09:00 Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup í Skaftá og áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Sjá meira
„Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ Ármann Einarsson, oddviti D-lista í minnihluta Ölfuss, vill fá öll gögn upp á borðið 3. september 2014 09:00
Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45