„Ekki verið að gæta hagsmuna Ölfuss“ 3. september 2014 09:00 Ármann Einarsson, oddviti D-lista Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega, en þar samdi sveitarfélagið við Gámaþjónustuna. Íslenska gámafélagið vill fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda Íslenska gámafélaginu gögnin. Enn neitar sveitarfélagið að afhenda gögnin og ætlar sér að fara með málið til dómstóla. Ármanni Einarssyni, fulltrúa D-listans í minnihluta, finnst afar skrítið hvernig meirihlutinn hefur haldið á þessu máli og vill fá formlegar umræður um málið í bæjarstjórn. „Þetta hefur ekki komið inn á okkar borð og mér þykir það mjög skrítin vinnubrögð. Þetta er eiginlega algjör della hvernig á málum er haldið,“ segir Ármann. Hann spyr sig hvaða hagsmuna sé verið að gæta með þessum vinnubrögðum. „Ég vil fá öll gögn upp á borðið. Úrskurðarnefnd hefur sagt bænum að sýna gögnin og þá á hann að sjá sóma sinn í að gera það. Það er alveg ljóst að það er ekki verið að gæta hagsmuna bæjarbúa.“ Anna Björg Níelsdóttir, formaður bæjarráðs, segir þetta mál ekki hafa komið inn á borð bæjarráðs en bæjarstjórn hafi verið upplýst um stöðu mála. Hún segir að bæjarráð hafi skoðað það hvort Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri hafi verið hæfur til að halda á málinu sökum þess að hann er tengdur starfsmönnum Gámaþjónustunnar fjölskylduböndum. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið að þessu sinni. Tengdar fréttir Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn vegna útboðs sem fram fór nýlega, en þar samdi sveitarfélagið við Gámaþjónustuna. Íslenska gámafélagið vill fá að sjá hvaða forsendur lágu að baki útboði Gámaþjónustunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur undir með Íslenska gámafélaginu og úrskurðaði að sveitarfélaginu væri skylt að afhenda Íslenska gámafélaginu gögnin. Enn neitar sveitarfélagið að afhenda gögnin og ætlar sér að fara með málið til dómstóla. Ármanni Einarssyni, fulltrúa D-listans í minnihluta, finnst afar skrítið hvernig meirihlutinn hefur haldið á þessu máli og vill fá formlegar umræður um málið í bæjarstjórn. „Þetta hefur ekki komið inn á okkar borð og mér þykir það mjög skrítin vinnubrögð. Þetta er eiginlega algjör della hvernig á málum er haldið,“ segir Ármann. Hann spyr sig hvaða hagsmuna sé verið að gæta með þessum vinnubrögðum. „Ég vil fá öll gögn upp á borðið. Úrskurðarnefnd hefur sagt bænum að sýna gögnin og þá á hann að sjá sóma sinn í að gera það. Það er alveg ljóst að það er ekki verið að gæta hagsmuna bæjarbúa.“ Anna Björg Níelsdóttir, formaður bæjarráðs, segir þetta mál ekki hafa komið inn á borð bæjarráðs en bæjarstjórn hafi verið upplýst um stöðu mála. Hún segir að bæjarráð hafi skoðað það hvort Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri hafi verið hæfur til að halda á málinu sökum þess að hann er tengdur starfsmönnum Gámaþjónustunnar fjölskylduböndum. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið að þessu sinni.
Tengdar fréttir Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus neitar að afhenda útboðsgögn Ölfus neitar að gefa Íslenska gámafélaginu gögn um útboð á sorpmálum. Gámaþjónustan bauð lægst og fékk verkið. Úrskurðarnefnd tekur undir með Íslenska gámafélaginu en sveitarfélagið ætlar að kæra þann úrskurð. 3. september 2014 06:45