Enski boltinn

Hodgson hlustar ekki á gagnrýnisraddir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins.
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segist vera tilbúinn til þess að spila varnarbolta til þess að komast á Evrópumótið 2016.

England marði 1-0 sigur á Noregi í kvöld fyrir framan aðeins 40.181 manns og var Hodgson gagnrýndur eftir leikinn en England átti aðeins tvö skot á markið í leiknum.

„Ég hlusta ekki á þetta, við vorum mikið með boltann og sköpuðum nóg af færum en þeir náðu alltaf að henda sér fyrir boltann. Við vorum að spila á móti liði sem reynir að sitja aftur og það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Hodgson sem gaf til kynna að hann myndi senda út varnarsinnað lið gegn Sviss á mánudaginn.

„Sviss þarf á sigri að halda og við gætum sett þetta upp svipað og Noregur hér í kvöld. Við gætum þurft að sitja til baka, við getum ekki tekið yfir leikinn og sótt eins og í kvöld,“ sagði Hodgson sem hafði litlar áhyggjur af því hversu fámennt var á pöllunum í kvöld.

„Ef leikmennirnir spila jafn vel og í kvöld þá hef ég engar áhyggjur og ég hef ekki trú á öðru en að áhorfendur fari að fjölmenna á ný á Wembley þegar við spilum þar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×