Enski boltinn

Rooney upp fyrir Owen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney í þann mund að skora sitt 41. landsliðsmark.
Rooney í þann mund að skora sitt 41. landsliðsmark. Vísir/Getty
Wayne Rooney komst í gær upp fyrir Michael Owen á listanum yfir markahæstu leikmenn enska landsliðsins frá upphafi.

Rooney, sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar England lagði Noreg á Wembley í gær, hefur nú skorað 41 mark fyrir enska landsliðið í 96 leikjum, en aðeins Sir Bobby Charlton, Gary Lineker og Jimmy Greaves hafa skorað fleiri landsliðsmörk en Rooney.

Líklegt verður að teljast að Rooney klífi listann enn frekar á næstu árum, en hinn nýkrýndi fyrirliði enska landsliðsins er 28 ára og ætti því að eiga nóg eftir.

Markahæstu leikmenn enska landsliðsins:

1. Bobby Charlton - 49 mörk

2. Gary Lineker - 48 mörk

3. Jimmy Greaves - 44 mörk

4. Wayne Rooney - 41 mark

5. Michael Owen - 40 mörk

6.-8. Nat Lofthouse - 30 mörk

6.-8. Alan Shearer - 30 mörk

6.-8. Tom Finney - 30 mörk

9.-10. Vivian Woodward - 29 mörk

9.-10. Frank Lampard - 29 mörk


Tengdar fréttir

Argentína hefndi fyrir tapið í úrslitaleiknum í kvöld

Argentína náði fram hefndum eftir tapið í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í sumar í öruggum 4-2 sigri á Þýskalandi í kvöld. Argentína komst í 4-0 í upphafi seinni hálfleiks en Þýskaland náði að minnka muninn undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×