Enski boltinn

Helmingi fleiri horfðu á matreiðsluþátt en enska landsliðið

England vann Noreg í frekar leiðinlegum leik.
England vann Noreg í frekar leiðinlegum leik. vísir/getty
Áhuginn á enska landsliðinu hefur sjaldan eða aldrei verið minni og það kristallaðist í sjónvarpsáhorfi á leik liðsins gegn Noregi í gær.

Sjónvarpsáhorfendur stilltu frekar á matreiðsluþáttinn Great British Bake Off. Í raun malaði matreiðsluþátturinn landsleikinn í áhorfi.

Að meðaltali horfðu 8,3 milljónir á matreiðsluþáttinn en aðeins 4,5 milljónir stilltu á landsleikinn. Þetta þykir vera mjög neyðarlegt fyrir landsliðið.

Fólk nennti ekki heldur að mæta á völlinn enda var Wembley hálftómur. Rétt rúmlega 40 þúsund manns mættu á völlinn en aldrei hafa færri mætt á landsleik síðan nýi Wembley var opnaður fyrir sjö árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×