Innlent

Skrall í Reykjavík og nágrenni

Jakob Bjarnar skrifar
Skólar eru að hefjast, fjöldi ferðamanna eru á ferli og um fyrstu helgi nýs mánaðar er að ræða; allt leggst á eitt með að ýta undir skemmtanalíf í borginni.
Skólar eru að hefjast, fjöldi ferðamanna eru á ferli og um fyrstu helgi nýs mánaðar er að ræða; allt leggst á eitt með að ýta undir skemmtanalíf í borginni. visir/hari
Svo virðist sem talsverður fjöldi fólks hafi verið að skemmta sér á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglunnar. Þar eru færð til bókar fjöldi útkalla vegna hávaða í heimahúsum.

Þetta átti einkum við um austurborgina og miðborgina auk þess sem lögreglan í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi þurfti að sinna nokkrum slíkum útköllum einnig. Einnig var talsvert um útköll vegna ýmiskonar ölvunarástands á fólki, en að sögn lögreglu, var þó ekki um neitt stórvægilegt að ræða. Flest bendir því til þess að prinsar næturinnar og drottningar ætli að taka þessa helgi, nú í upphafi mánaðar, með trompi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×