Enski boltinn

Bolt ráðlagði Balotelli að snúa aftur til Englands

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mario Balotelli í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool.
Mario Balotelli í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Vísir/Getty
Fótfráasti maður veraldar, Usain Bolt, ræddi við Mario Balotelli og ráðlagði honum að snúa aftur til Englands í sumar.

Balotelli hlustaði á ráð Bolt og gekk til liðs við Liverpool í sumar fyrir 16 milljónir punda frá AC Milan en hann lék áður fyrr með Manchester City.

Balotelli og Bolt eru báðir samningsbundnir Puma og virðast þeir vera orðnir góðir félagar en Bolt opinberaði að Balotelli hefði rætt við sig um næsta skref á ferlinum.

„Við vorum að tala um þetta og ég sagði honum að England væri besti staðurinn fyrir hann. Ég minnti hann á það og bað hann bara að muna að gera nokkur mistök gegn Manchester United og ég væri sáttur,“ sagði Bolt sem er harður stuðningsmaður Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×