Innlent

Fengu 24 ára skipsflak í nótina

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Þröstur Albertsson
Dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason SH frá Ólafsvík fékk í dag skipsflak í dragnótina. Flakið er af bát sem fórst fyrir 24 árum norðaustur af Ólafsvíkurhöfn. Báturinn hét Doddi SH-222, en þrír menn voru um borð þegar báturinn fórst þann 7. febrúar 1990.

Öllum þremur var bjargað um borð í annan bát. Frá þessu var sagt á vef Skessuhorns í dag.

Ljósmyndarinn Þröstur Albertsson tók meðfylgjandi myndir á bryggjunni í Ólafsvík í dag.

Þröstur Kristófersson sem var skipstjóri á Dodda þegar hann fórst sagði Morgunblaðinu að hann teldi röð kraftaverka hafa bjargað lífi áhafnarinnar, ásamt því að þeir hafi haldið ró sinni og yfirvegun. Þrír brotsjóir hvolfdu bátnum á skömmum tíma.

Áhöfnin komst í björgunarbát og var bjargað um borð í annan bát um 45 mínútum seinna.

Mynd/Þröstur Albertsson
Mynd/Þröstur Albertsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×