Enski boltinn

Beckham: Rétt hjá Hodgson að gera Rooney að fyrirliða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney er fyrirliði Manchester United og Englands.
Wayne Rooney er fyrirliði Manchester United og Englands. vísir/getty
David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, telur Roy Hodgson, landsliðsþjálfara, hafa gert rétt með því að gera Wayne Rooney að nýjum fyrirliða landsliðsins.

"Hann er einn leikreyndasti leikmaður liðsins núna. Auðvitað eru nokkrir leikmenn sem eru hættir að spila með landsliðinu þannig núna er hann sá virtasti í liðinu," segir Beckham í viðtali við Sky Sports.

"Ungir leikmenn munu líta upp til Wayne og hann er leikmaður sem ber hjartað á erminni. Það er það sem að spila fyrir England snýst um."

"Fólk vill sjá þannig ástríðu. Það vill sjá þig berjast um hvern einasta bolta og fagna hverju einasta marki sem þú skorar eða leggur upp. Þannig er Wayne Rooney," segir Beckham sem sér á eftir síðasta fyrirliða, Steven Gerrard.

"Það var leiðinlegt að sjá Stevie hætta með landsliðinu, en hann sagðist alltaf ætla að hætta þegar hann væri kominn á vissan aldur og þyrfti að einbeita sér meira að Liverpool," segir David Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×