Nýkeyptur bíll ónýtur: „Ég fer bara á skriðdreka næst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2014 15:14 Uppáferðin á Egilsstöðum í gær. Mynd/Heiðar Steinn Broddason „Þetta var eiginlega bara uppáferð,“ segir Þóra Lind Bjarkardóttir hlæjandi. Norðfirðingurinn varð fyrir einkar óvenjulegri lífsreynslu þegar hún sótti fund á Egilstöðum í gær. Þóra hélt til fundarins á bíl sínum sem hún hafði keypt viku fyrr. Fundurinn var hafinn þegar kona gengur inn og spyr hver sé eigandi bílsins á bílastæðinu með einkanúmerið „Miðbær“. „Hvað gerði ég af mér núna?“ spurði Þóra en fékk þau svör að hún væri saklaus. Það væri hins vegar einhver búinn að aka bíl sínum ofan á bíl hennar. Þegar út var komið blasti ótrúleg sjón við Þóru. Rauður bíll sat sem fastast ofan á bíl hennar. Hafði honum verið ekið af efri hluta bílastæðisins sem er líklega um metra hærri en sá neðri.Séð frá efra bílastæðinu.„Ég fékk þau svör frá löggunni að konan sem ók hinum bílnum hefði frosið á bensíngjöfinni,“ segir Þóra. Hún hafi spólað upp á húddið, náð grillinu, þaðan farið upp á rúðuna og póstinn. Þar stöðvaðist hann vegfarendum á Egilsstöðum til undurs og skemmtunar. „Mér var ekki hlátur í huga,“ segir Þóra sem átt hafði bílinn í eina viku. „Ég var ekki einu sinni búin að fá skráningarpappírana. Ég var ógeðslega svekkt!“ Kranabíll var fenginn á vettvang sem fjarlægði efri bílinn af þeim neðri. „Ég held hreinlega að bíllinn sé ónýtur,“ segir Þóra aðspurð um ástand bílsins. Hún ætli í það minnsta ekki að taka við honum aftur. Það sé augljóslega fjárhagslegt tap enda bíllinn með tjónasögu þegar kemur að því að selja hann í framtíðinni.Bíllinn er eðli málsins samkvæmt mikið skemmdur.Þótt Þóra hafi verið svekkt í gær lá vel á henni þegar blaðamaður ræddi við hana í dag. Hún segir í gríni að löngu sé kominn tími á að leysa bílastæðavandann á Egilsstöðum svo ekki þurfi að leggja á tveimur hæðum. Þá nefnir hún að margir hafi velt fyrir sér hvers vegna hún sé með einkanúmerið Miðbær. „Það halda margir að ég hljóti að vera 101 rotta,“ segir hún hlæjandi. Hið rétta er að hún býr á bænum Efri Miðbæ um fimm kílómetra frá Norðfirði. Hún hefur bílaleigubíl til afnota sem stendur en aðspurð hvernig næsta ferð á Egilsstaði leggist í hana segir hún: „Ég fer bara á skriðdreka næst.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Þetta var eiginlega bara uppáferð,“ segir Þóra Lind Bjarkardóttir hlæjandi. Norðfirðingurinn varð fyrir einkar óvenjulegri lífsreynslu þegar hún sótti fund á Egilstöðum í gær. Þóra hélt til fundarins á bíl sínum sem hún hafði keypt viku fyrr. Fundurinn var hafinn þegar kona gengur inn og spyr hver sé eigandi bílsins á bílastæðinu með einkanúmerið „Miðbær“. „Hvað gerði ég af mér núna?“ spurði Þóra en fékk þau svör að hún væri saklaus. Það væri hins vegar einhver búinn að aka bíl sínum ofan á bíl hennar. Þegar út var komið blasti ótrúleg sjón við Þóru. Rauður bíll sat sem fastast ofan á bíl hennar. Hafði honum verið ekið af efri hluta bílastæðisins sem er líklega um metra hærri en sá neðri.Séð frá efra bílastæðinu.„Ég fékk þau svör frá löggunni að konan sem ók hinum bílnum hefði frosið á bensíngjöfinni,“ segir Þóra. Hún hafi spólað upp á húddið, náð grillinu, þaðan farið upp á rúðuna og póstinn. Þar stöðvaðist hann vegfarendum á Egilsstöðum til undurs og skemmtunar. „Mér var ekki hlátur í huga,“ segir Þóra sem átt hafði bílinn í eina viku. „Ég var ekki einu sinni búin að fá skráningarpappírana. Ég var ógeðslega svekkt!“ Kranabíll var fenginn á vettvang sem fjarlægði efri bílinn af þeim neðri. „Ég held hreinlega að bíllinn sé ónýtur,“ segir Þóra aðspurð um ástand bílsins. Hún ætli í það minnsta ekki að taka við honum aftur. Það sé augljóslega fjárhagslegt tap enda bíllinn með tjónasögu þegar kemur að því að selja hann í framtíðinni.Bíllinn er eðli málsins samkvæmt mikið skemmdur.Þótt Þóra hafi verið svekkt í gær lá vel á henni þegar blaðamaður ræddi við hana í dag. Hún segir í gríni að löngu sé kominn tími á að leysa bílastæðavandann á Egilsstöðum svo ekki þurfi að leggja á tveimur hæðum. Þá nefnir hún að margir hafi velt fyrir sér hvers vegna hún sé með einkanúmerið Miðbær. „Það halda margir að ég hljóti að vera 101 rotta,“ segir hún hlæjandi. Hið rétta er að hún býr á bænum Efri Miðbæ um fimm kílómetra frá Norðfirði. Hún hefur bílaleigubíl til afnota sem stendur en aðspurð hvernig næsta ferð á Egilsstaði leggist í hana segir hún: „Ég fer bara á skriðdreka næst.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira