Enski boltinn

Walcott vonast til að snúa aftur gegn Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Theo Walcott, framherji Arsenal, vonast til að geta snúið aftur í nágrannaslagnum gegn Tottenham í lok mánaðarins, nánar tiltekið þann 27. september.

Enski landsliðsmaðurinn meiddist gegn Tottenham í byrjun árs í leik í FA-bikarnum þar sem hann ögraði einmitt stuðningsmönnum Tottenham þegar hann var borinn af velli. Mynd af því má sjá hér að neðan.

Arsenal á erfiða dagskrá undir lok mánaðarins; þeir mæta Tottenham 27. september, Galatasaray í Meistaradeildinni 1. október og Chelsea sunnudaginn 5. október.

Walcott mun ekki auðveldlega komast inn í lið Arsenal, en þeir hafa styrkt sig frá síðasta tímabili. Þeir fengu meðal annars Alexis Sanches frá Barcelona í sumar og nú síðast Danny Welbeck frá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×